Hagaskóli

Stefna Hagaskóla um lista- og menningarstarf

Með lista- og menningarstefnu Hagaskóla viljum við tryggja að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttu lista- og menningarstarfi.

List og verkgreinar hafa skapað stóran sess í skólastarfi Hagaskóla í mörg ár. Allir nemendur í 8.bekk hafa myndmennt, tónlist, leiklist, textílmennt, heimilisfræði, hönnun og smíðar og dans í stundatöflunni sinni. Auk þess hafa nemendur í 9. og 10. bekk kost á fjölbreyttum valgreinum innan list- og verkgreina.

Markmið okkar er:

 • Að list- og verkgreinar séu ríkjandi þáttur í skólastarfinu.
 • Að hvetja nemendur til virkrar þátttöku, frumkvæðis og sköpunar.
 • Að vera í góðu samstarfi við menningarstofnanir og listamenn í nærumhverfi.
 • Að nemendur hafi greiðan aðgang að aðstöðu og verkfærum til listsköpunar.

Leiðir að markmiðunum:

 • List- og verkgreinar séu ríkjandi þáttur í skólastarfinu og nemendur hvattir til til virkrar þátttöku, frumkvæðis og sköpunar.
  • Allir nemendur skólans eiga kost á og eru hvattir til að taka þátt í list- og verkgreinatímum.
  • Nemendur tvinna listir og skapandi vinnu inn í aðrar námsgreinar.
  • Reglulega vinna nemendur þemaverkefni í ólíkum námsgreinum þar sem þeir eru hvattir til að skila verkefnum í listrænu formi.
  • Annað hvert ár setja nemendur Hagaskóla upp veglegan söngleik þar sem nemendur koma að allri vinnu, leik, söng, dansi, tónlist, búningum, leikmynd og hönnun á dagskrá og veggspjaldi.
  • Allir nemendur skólans taka þátt í listadögum sem endar með listahátíð á vorin.
  • Á hverju ári taka allir nemendur skólans þátt í góðgerðardeginum „Gott mál“. Nemendur fá tækifæri til þess að sýna frumkvæði og skapandi og gagnrýna hugsun í framkvæmd á verkefninu þar sem allar hugmyndir og úrvinnsla þeirra kemur frá nemendum sjálfum.
  • Starfsfólk skólans er hvatt til frumkvæðis og sköpunar í kennsluaðferðum og gerð verkefna.
 • Vera í góðu samstarfi við menningarstofnanir og listamenn í nærumhverfi.
  • nemendur fara reglulega í vettvangsferðir á söfn í nærumhverfinu.
  • skólinn nýtir sér öll þau tækifæri sem nærumhverfið býður upp á eins og t.d. boð á tónlistarviðburði, boð á kvikmyndasýningar, boð í leikhús og boð á listasýningar.
  • listamenn á meðal aðstandenda nemenda eru hvattir til að taka þátt í menningarstarfi skólans.
 • Nemendur hafi greiðan aðgang að aðstöðu og verkfærum til listsköpunar.
  • nemendur hafa greiðan aðgang að aðstöðu og efnivið til listsköpunar í samvinnu við list- og verkgreinakennara skólans.