Hagaskóli

Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun

 Rýmingaráætlun

 

Viðbrögð við eldsvoða eða hættuástandi

  • Þegar brunakerfið fer í gang fara nemendur í röð í stofunni og kennari tekur nafnalista til. Skólastjóri eða umsjónarmaður slökkva á kerfinu og aðgæta hvaðan boðið kemur.
  • Ef um bruna eða hættuástand er að ræða ber að rýma skólann samkvæmt rýmingaráætlun.
  • Kennari athugar hvort flóttaleiðin sé greiðfær, tekur nafnalista og fylgir nemendum út á söfnunarsvæði.
  • Á söfnunarsvæðinu fara hóparnir á sitt svæði og kennari tekur manntal og gengur úr skugga um að allir séu komnir.
  • Ef allir eru komnir þá gefur kennari það til kynna með grænu spjaldi en ef það vantar nemanda í hópinn gefur kennari það til kynna með rauðu spjaldi.
  • Skólastjórnendur og umsjónamaður ganga úr skugga um að byggingin hafi verið rýmd.

  Öryggisnefnd ber ábyrgð á því að brunaæfing sé framkvæmd árlega.

 

Öryggisnefnd

Öryggisnefndin hefur umsjón með því að áhættumat sé framkvæmt innan skólans og að öryggismál séu í lagi. Öryggisnefndin sér einnig til þess að rýmingaráætlun sé til staðar og að rýming húsnæðis sé æfð a.m.k. einu sinni á hverju skólaári.

 

Öryggisnefnd skipa:

Brynja Baldursdóttir, Guðmundur Valdimar Rafnsson, Matthías Gunnarsson, S.Ingibjörg Jósefsdóttir og Þormóður Egilsson.