Hagaskóli

Áætlun um samstarf skólans og heimila

Áætlun um samstarf heimila og skóla

Áætlun um samstarf Hagaskóla og foreldra

 

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við

skólagöngu barna sinn og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla,

veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá

upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og

foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar

bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk

hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar

geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti bls. 45)

 

Í Hagaskóla er rík áhersla lögð á samstarf við foreldra og forráðamenn nemenda enda er gott samstarf við alla aðila grundvöllur að góðu skólastarfi.  Samstarf við foreldra birtist með fjölbreyttum hætti en markmið þess er fyst og fremst að styrkja tengsl skólans og heimilanna og bæta skólabrag. Gott samstarf skólans og heimila stuðlar að góðum bekkjar- og skólabrag og eflir skólastarf í heild sinni. Hagaskóli vinnur samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og grunnskólalögum.

 

Virk þátttakenda foreldra í skólastarfi hefur margvísleg jákvæð áhrif á nám nemenda. Mikilvægt er að upplýsingaflæði milli heimilis og skóla sé gott og að traust ríki milli aðila. Það er ábyrgð skóla að koma á virku samstarfi og sem stuðlar að árangri allra nemenda.

  

Verkefni sem unnin eru  í Hagaskóla og stuðla að foreldrasamstarfi:

 • Starfandi foreldrafélag, ýmis verkefni.
 • Bekkjarfulltrúar í öllum bekkjum.
 • Kynningafundir að hausti fyrir foreldra að morgni.
 • Eitt bekkjarkvöld með foreldrum á hverju ári t.d. jólahlaðborð, skemmtanir og fleira.
 • Foreldranámskeið að hausti í 8. bekk.
 • Foreldrar skipuleggja vorferð í 10. bekk.
 • Gott mál, góðgerðadagurinn, foreldrar taka þátt á einn eða annan hátt.
 • Söngleikur annað hvert ár, foreldrar hafa aðstoða við ýmislegt t.d. miðasölu og búningagerð.
 • Opið hús á afmæli skólans.
 • Foreldrar eiga tvo fulltrúa í skólaráði.
 • Skólaþing hafa verið haldin með aðkomu foreldra.
 • Mentor er notaður á virkan hátt við upplýsingamiðlun til foreldra t.d. hvað varðar mætingu, ástundun og heimanám.
 • Virkur vefur sem veitir upplýsingar um nám og starf í skólanum.
 • Kynningarfundur fyrir foreldra verðandi 8. bekkinga að vori.
 • Sameiginlegt hátíðarkaffi við útskrift nemenda úr 10.bekk.

 

 

Samstarf um nemandann:

Samstarf um bekkinn:

Samstarf um skólann:

·       Foreldraviðtöl tvisvar á skólaári og oftar þegar þess þarf.

·       Heimanám, námsstaða og ástundun í Mentor.

·       Leiðsagnamat í Mentor.

·       Einstaklingsnámskrár þegar þess þarf.

·       Sértæk úrræði.

·       Umsjónarkennarar senda reglulega (lágmark á tveggja vikna fresti) póst heim með upplýsingum um bekkjar- eða skólastarfið og ástundun nemenda.

·       Kynningarfundur að vori fyrir foreldra verðandi 8.bekkinga.

·       Bekkjarfulltrúar í öllum bekkjum.

·       Bekkjarkvöld eða einhvers konar bekkjarstarf eða ferðir með foreldrum í öllum bekkjum einu sinni á hverju skólaári.

·       Foreldranámskeið að hausti í 8.bekk

·       Gott mál, góðgerðadagurinn, foreldrar taka þátt á einn eða annan hátt.

·     Kynningarfundur að hausti fyrir foreldra.

·     Starfandi foreldrafélag

·     Fulltrúar foreldra sitja í skólaráði.

·     Foreldranámskeið að hausti í 8. bekk.

·     Gott mál, góðgerðadagurinn, foreldrar taka þátt á einn eða annan hátt.

·     Opið hús á afmæli skólans.

·     Foreldrar skipuleggja vorferð í 10.bekk.

·     Söngleikur annað hvert ár, foreldrar hafa aðstoða við ýmislegt t.d. miðasölu og búningagerð.

·     Skólaþing hafa verið haldin með aðkomu foreldra, starfsmanna, nemenda og grenndarsamfélagsins.

 

 

 Skólaárið 2014-2015

 • Kennarar senda reglulega póst heim með upplýsingum um ástundun nemenda og fréttir af hópnum.
 • Einstaklingsnámskrár unnar í upphafi skólaárs og/eða þegar viðeigandi upplýsingar liggja fyrir.
 • Bekkjarkvöld eru haldin að jafnaði tvisvar á skólaári, einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót.
 • Tilraunir með notkun samfélagsmiðla til að miðla upplýsingum og stuðla að þátttöku foreldra í umræðum um skólastarfið.

 

September:

 • Kynningarfundur og námsefniskynning fyrir foreldra.
 • Bekkjarfulltrúar valdir.
 • Foreldranámskeið í 8. bekk hefjast.
 • Aðalfundur foreldrafélagsins.
 • Fulltrúar foreldra í skólaráð valdir.

Október- nóvember:

 • Afmæli skólans, opið hús.
 • Leiðsagnamat unnið af kennurum og nemendum með aðstoð foreldra.
 • Foreldraviðtöl.
 • Góðgerðaverkefnið, Gott mál, opið hús og aðkoma foreldra að verkefnum.
 • Hrollur m.a. foreldrasýning.
 • Foreldranámskeiðum í 8.bekk lýkur.
 • Prufur fyrir söngleik og æfingar hefjast upp úr því. Foreldrar taka þátt í undirbúningi.
 • Skrekkur - hæfileikakeppni grunnskólanna, undankeppni og úrslit.

Desember:

Janúar:

 • Foreldraviðtöl

febrúar-apríl:

 • Árshátíð þar sem foreldrar sjá um að þjóna til borðs og ganga frá eftir borðhald.
 • Söngleikur, foreldrar koma að aðstoð við ýmislegt t.d. búningagerð, leikmyndagerð, miðasölu og fleira á æfingatímabilinu og á meðan á sýningum stendur.

Maí:

 • Lokaverkefni/ vorverkefni nemenda.
 • Vorferð nemenda í 10. bekk, skipulögð af foreldrafélaginu.

Júní:

 • Skólaslit og útskrift 10. bekkjar,  sameiginlegt hátíðarkaffi.