Skip to content

Opin áskorun frá Réttindaráði Hagaskóla

Zainab, Haniye og Mobareka vinna að verkefni tengt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á þemadögum vorið 2019.

Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér áskorun þar sem skorað er á hagsmunasamtök, stofnanir, ráðamenn og almenning að taka afstöðu og mótmæla brottflutningi barna á flótta til Grikklands. Jafnframt er bent á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri stjórnvöldum að taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi.

Fram kemur í áskoruninni að UNICEF á Íslandi hafi sent frá sér yfirlýsingu í gær, 1. júlí, „… þar sem brottvísun barna til Grikklands er mótmælt og bent á 3. grein Barnasáttmálans. Réttindaráð Hagaskóla fagnar yfirlýsingunni og skorar á hagsmunasamtök, stofnanir, ráðamenn og almenning að gera slíkt hið sama. Við verðum að leggjast á eitt og vinna að því með öllum ráðum að réttindi barna séu virt. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið leiddur í lög og stjórnvöld geta ekki ákveðið að virða ekki þau lög.“

Áskorun Réttindaráðs í heild sinni á PDF formi