Hagaskóli

Útskriftardagur í Hagaskóla

Í gær 7. júní var útskriftardagur haldinn hátíðlegur hér í Hagaskóla. Fyrri hluta dagsins voru skólaslit hjá 8. og 9. bekk en síðdegis voru nemendur í 10. bekk útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Nemendur tóku virkan þátt í athöfninni. Hljómsveitin RuGl sem skipuð er þeim Guðlaugu Fríðu Helgad. Folkmann í 10.ÁR og Ragnheiði M. Benediktsdóttur úr 10.JS flutti frumsamið lag, Matthías Löve úr 10.JS spilaði verk eftir J.S. Bach á fiðlu og þær Maja Snorradóttir og Sigrún Valgeirsdóttir úr 10. VG spiluðu verk eftir Pyotr Tchaikovsky á þverflautur. Ágúst Beinteinn Árnason, ræðumaður Hagaskóla, flutti skemmtilega ræðu fyrir hönd nemenda. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri, flutti ávarp, fór yfir skólaárið og skólagöngu útskriftarhópsins í Hagaskóla og sleit skólanum formlega. Við útskriftina voru 19 nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Tveir starfsmenn sem starfað hafa við skólann í áratugi og hætta störfum sökum aldurs voru kvaddir við þetta tilefni. Það voru þeir Baldur Snær Ólafsson, kennari og Matthías Gunnarsson umsjónarmaður fasteignar. Við þökkum þeim innilega fyrir samstarfið.

Starfsfólk skólans þakkar útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra fyrir samveruna og gott samstarf þessi þrjú ár í Hagaskóla og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Ljósmyndirnar tók Tryggvi Már Gunnarsson kennari.

 

  

8. júní, 2017

0Svör áÚtskriftardagur í Hagaskóla"