Hagaskóli

Próftafla vorprófa 2018

Senn líður að skólalokum og verða þrjár síðustu skólavikurnar með óhefðbundnu sniði. Námsmatsdagar verða 22.-29. maí. Fyrsti og síðasti námsmatsdagurinn eru heilir skóladagar þar sem nemendur mæta kl. 8:30 og eru í skólanum út skóladaginn en 23.-28. maí eru skertir dagar þar sem nemendur mæta einungis í próf. Á heilu skóladögunum 22. og 29. maí byrjar dagurinn á prófi. Hádegismatur verður að loknum prófum dag hvern fyrir þá sem eru í mataráskrift. Mæting prófadagana er kl. 8:50 en prófin hefjast kl. 9:00. Að loknum prófum verður hefðbundin vordagskrá sem samanstendur af þriggja daga þemavinnu, íþróttadegi, útivistardegi og umsjónarkennaradegi. Skólaslit verða miðvikudaginn 7. júní. Nemendur í 8. og 9. bekk mæta á sal í Hagaskóla kl. 13:00 og 14:00 en nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir í stóra salnum í Háskólabíói kl. 17:00.

Próftafla vorprófa og dagskrá vordaga 2018

2. maí, 2018

0Svör áPróftafla vorprófa 2018"