Hagaskóli

Jólaball – jóladagur – jólafrí

Miðvikudaginn 13. desember kl. 19.30-22.00 er jólaball nemenda á sal skólans. Aðgangseyrir er kr. 500. Brýnt er fyrir foreldrum að sækja börn sín að balli loknu. Athygli er vakin á því að skemmtanir á vegum Hagaskóla eru eingöngu fyrir nemendur Hagaskóla.

Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er mánudagurinn 18. desember. Þann dag mæta allir nemendur kl. 8.30 og verða í skólanum til hádegis. Boðið verður uppá kakó og meðí. Nemendur verða hjá umsjónarkennara en auk þess verður gamaldags jólaball á sal þar sem dansað verður í kringum jólatréð og aldrei að vita nema einhverjir kíki í heimsókn.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar.

11. desember, 2017

0Svör áJólaball - jóladagur - jólafrí"