Hagaskóli

Gott mál 2017

Þá er komið að því, góðgerðardagurinn Gott mál – unglingar fyrir unglinga er í dag, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 16:00-19:00.

Nemendur skólans, hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa þennan dag sem best og treysta á þátttöku ykkar, vina og vandamanna.

Þetta árið ætla nemendur að styrkja skólafélaga sinn hann Óla. Fjölmargir aðilar hafa lagt okkur lið og m.a. mun Ari Eldjárn vera með uppistand, Friðrik Dór syngur, Auddi og Steindi koma fram, íþróttatreyjur og skór þekktra íþróttamanna, kvenna og karla verða boðnar upp. Einnig hefur fyrrum nemandi skólans Sigurður Snævarr gefið málverk sem verður boðið upp og þyrluferð er á uppboðslista. Út um allan skóla verða bekkir með fjölbreytt atriði og veitingasölu.

Nánari upplýsingar um daginn má m.a. finna á https://www.facebook.com/search/top/?q=gott%20m%C3%A1l%202017

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessu frábæra verkefni nemenda Hagaskóla.

Þeir sem ekki komast en vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á styrktarreikning Óla:

Ólafur Ívar Árnason 140702-2690
Íslandsbanki 513-14-406067

2. nóvember, 2017

0Svör áGott mál 2017"