
Fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi kl. 17:00-18:30 verður haldin framhaldsskólakynning í Valhúsaskóla.
Þetta er í sjöunda sinn sem sameiginleg kynning fyrir Seltjarnarnes og Vesturbæ er haldin. Þátttaka hefur verið mjög góð enda er þetta frábært tækifæri fyrir nemendur og foreldra til að kynna sér námsframboð í framhaldsskólum.
Fulltrúar allra helstu framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu verða á staðnum, tilbúnir að veita upplýsingar og svara fyrirspurnum.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
0Svör áFramhaldsskólakynning"