Hagaskóli

Framhaldsskólakynning

Fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi kl. 17:00-18:30 verður haldin framhaldsskólakynning í Valhúsaskóla.

Þetta er í sjöunda sinn sem sameiginleg kynning fyrir Seltjarnarnes og Vesturbæ er haldin. Þátttaka hefur verið mjög góð enda er þetta frábært tækifæri fyrir nemendur og foreldra til að kynna sér námsframboð í framhaldsskólum.

Fulltrúar allra helstu framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu verða á staðnum, tilbúnir að veita upplýsingar og svara fyrirspurnum.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

21. janúar, 2018

0Svör áFramhaldsskólakynning"

Skilja eftir skilaboð

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *