Hagaskóli

Árshátíð nemenda Hagaskóla

Árshátíð nemenda Hagaskóla verður haldin í skólanum fimmtudagskvöldið 1.febrúar. Borðhald hefst í bekkjarstofum kl. 19:00 en húsið opnar kl. 18:30. Líkt og undanfarin ár þá aðstoða foreldrar við að þjóna til borðs þetta kvöld. Að loknu borðhladi um kl. 20:30 hefst skemmtun og dansleikur sem stendur til kl. 23:00. Verð fyrir árshátíð er 2500 krónur.

Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín að dansleik loknum. Skólastarf hefst kl. 9:50 föstudaginn 2. febrúar. Þá skal tekið fram að árshátíðin er einungis ætluð nemendum skólans.

25. janúar, 2018

0Svör áÁrshátíð nemenda Hagaskóla"