Hagaskóli

Ályktun frá Bókaráði Hagaskóla

Eftir málþing Bókaráðs Hagaskóla, Barnið vex en bókin ekki, samþykkti ráðið eftirfarandi ályktun:

 

Bókaráð Hagaskóla samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 12. mars 2018

Við í Bókaráði Hagaskóla viljum hvetja stjórnvöld til þess að leggja aukna áherslu á útgáfu á ungmennabókum á íslensku, bæði þýddum og íslenskum.

Fyrir tveimur vikum héldum við málþing um skort á lesefni fyrir ungt fólk á íslensku. Mjög fáar bækur eru gefnar út fyrir þennan aldurshóp á íslensku. Það leiðir af sér að þessi aldursflokkur les minna á íslensku en hann myndi annars gera. Þetta getur bitnað á læsi ungmenna. Eins og fram kom á málþinginu er ekki hagstætt fyrir bókaútgefendur að gefa út bækur fyrir þennan aldurshóp. Við hvetjum því stjórnvöld til að styðja við útgáfu ungmennabóka bæði með auknu fjármagni og á annan hátt.

 

Sent til:

  • Menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur
  • Stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda

Auk þess er ályktunin send á eftirfarandi fjölmiðla:

  • Ríkisútvarpið
  • Morgunblaðið
  • Fréttablaðið
12. mars, 2018

0Svör áÁlyktun frá Bókaráði Hagaskóla"