Hagaskóli

Afrakstur listadaga – opið hús og prófsýning

Þann 4. júní verður opið hús kl. 11:30-13:30 þar sem nemendur sýna afrakstur listadaga sem verið hafa í vikunni.

Það verður kaffihús á staðnum en athugið að við erum ekki með posa.

Við bjóðum alla velkomna á opið hús.

Prófsýning verður svo þriðjudaginn 5. júní kl. 14-15 þar sem próf sem voru á námsmatsdögum í vor verða til sýnis. Kennarar verða í sínum heimastofum með próf og fara nemendur sem vilja skoða próf á milli stofa.

30. maí, 2018

0Svör áAfrakstur listadaga - opið hús og prófsýning"