Hagaskóli

Upplýsingaver

Nýjustu færslur

Upplýsingaver

Bókasafn og upplýsingaver skólans er opið frá kl. 8:30 - 15:00 mánudaga til föstudaga. Bókasafnið er á annarri hæð hússins. Bókakostur er um 12.000 bindi, þar af u.þ.b. 8.000 fræðibækur. Auk þess er safnið áskrifandi að 8 tímaritum. Annað safnefni er hljóðbækur, mynddiskar með fræðsluefni og afþreyingarefni. Mestallur safnkostur er tölvuskráður.
Safnið er rekið í tengslum við Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og annast miðstöðin pantanir, flokkun og tölvuskráningu safnkostsins.
Markmið safnsins eru m.a.
» að safnkosturinn hafi fræðslu- og uppeldislegt gildi og sé aðgengilegur nemendum og starfsfólki skólans
» að nemendur fái leiðbeiningar og þjálfun í notkun safna
» að nemendur geti unnið sjálfstætt að upplýsinga- og efnisöflun
» að safnið örvi áhuga nemenda á notkun safnefnis til skemmtunar, fróðleiks og þroska
» að leiðbeina nemendum og starfsfólki skólans við upplýsingaleit

Útlán eru tölvutengd og án endurgjalds. Hver nemandi getur fengið þrjár bækur að láni í einu. Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim en orðabækur og önnur uppsláttarrit sérstaklega merkt eru aðeins til afnota í skólanum. Kennarar geta fengið fræðslumyndbönd og mynddiska að láni til nota við kennslu.
Á bókasafninu og upplýsingaverinu eru samtals 29 tölvur, 13 á bókasafni og 16 í upplýsingaveri, sem nemendur hafa aðgang að á skólatíma. Opið er á milli bókasafns og upplýsingavers en einnig er hægt að loka t.d. ef kennari vill fá næði fyrir hóp. Á safninu eru 17 spjaldtölvur sem nemendur geta fengið lánaðar á skólatíma til að nota við fjölbreytt verkefni og upplýsingaöflun.

 

Nánari upplýsingar: