Hagaskóli

Námsver

Námsver

Í námsveri Hagaskóla stendur fjölbreytt  stoðþjónusta nemendum til boða. Reynt er að sjá til þess að hver og einn nemandi fái þjónustu við hæfi og lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám. Einnig er lögð áhersla á sveigjanlega kennsluhætti og fjölbreytt námsmat. Sérstök áhersla er lögð á námstækni og eru nemendur eru hvattir til að rækta sterkar hliðar sínar til að styrkja sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt.  Lögð er áhersla á að framkoma við nemendur einkennist af jákvæðu viðmóti og virðingu.

Í námsverinu er fyrst og fremst boðið upp á sérkennslu í íslensku og stærðfræði en stuðningur við heimanám fyrir nemendur sem eru með undanþágu frá einstökum námsgreinum ásamt því veita stuðning í öðrum námsgreinum í einstöku tilfellum.

 

Lestrargreiningar og skimanir

Reglulega  eru lagðar fyrir nemendur skimanir í lestri sem gefa upplýsingar um stöðu þeirra og námsframvindu.

 Í byrjun haustannar er lesskilningskönnun lögð fyrir alla nemendur í 8. bekk auk skimunarprófs í stafsetningu.

Greinandi lestrarpróf (GRP14h) er lagt fyrir níunda bekk í október ár hvert. Ef niðurstöður gefa til kynna að um dyslexíu sé að ræða fer nemandinn í nánari greiningu með lestrargreiningartækinu LOGOS.

 Þá er Talnalykill lagður fyrir þá nemendur í 8. bekk sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði.

Niðurstöðurnar eru kynntar á fundi með foreldrum og nemanda og þar eru tillögur skólans varðandi stuðning, notkun hljóðbóka o.fl.  lagðar fram.

 

Nýbúakennsla

Hagaskóli starfar eftir móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna þar sem áhersla er lögð á gagnkvæma félagslega aðlögun og kennslu í íslensku sem öðru máli. Áhersla er lögð á að nemendur viðhaldi móðurmáli sínu og fái tækifæri til að nota það við nám sitt. Þá stendur nemendum af erlendum uppruna til boða að fá aðstoð við heimanám  í hinum ýmsu greinum.

 

 

 Nánari upplýsingar:

  • Inga Mjöll Harðardóttir - inga.mjoll.hardardottir@rvkskolar.is
  • Guðrún Inga Tómasdóttir - gudrun.inga.tomasdottir@rvkskolar.is