Hagaskóli

Heilsugæsla

Heilsugæsla

Skólaheilsugæsla í Hagaskóla er á vegum Heilsugæslu Seltjarnarness. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi skólaheilsugæslunnar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda.

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi  andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barna sinna.

Viðverutímar:

mánudagar        8:00-15:00

þriðjudagar        Lokað

miðvikudagar    8:00-15:00

fimmtudagar     8:00-15:00

föstudagar         12:30-15:00

Hjúkrunarfræðingur 

Sími: 535-6505

 

Nánari upplýsingar: