Hagaskóli

Vinátta, virðing, jafnrétti

Vinátta, virðing og jafnrétti 

Verkefnið Vinátta – virðing – jafnrétti er þróunar- og forvarnarverkefni sem hófst skólaárið 2009-2010. Markmið verkefnisins er  að auka  jákvæð samskipti milli nemenda bæði innan árganga en einnig þvert á árganga ásamt því að  styrkja góðan skólabrag. Góðgerðadagurinn, Gott mál, nemendafulltrúar, vinabekkir og ýmsir þemadagar eru hluti af verkefninu.

Nemendur í 10. bekk sækja um að fá að vera nemendafulltrúar og þeir sem fyrir valinu sjá m.a. um jafningjafræðslu í 8. ,  9.  og 10. bekk . Hlutverk nemendafulltrúa er að vera öðrum nemendum góðar fyrirmyndir og taka virkan þátt í verkefninu. Nemendafulltrúar sækja námskeið innan skólans í upphafi skólaársins til þess að fræðast betur um hlutverk sitt og verkefni auk þess að efla hópinn félagslega.

Á hverju skólaári eru dregnir saman vinabekkir þvert á árganga sem hittast að minnsta kosti tvisvar á skólaárinu og skiptast á að taka á móti hvor öðrum. Markmið með vinabekkjum er að tengja nemendur þvert á árganga í einhvers konar samvinnu og hópefli. Góðgerðadagurinn, Gott mál, hefur verið haldinn 6 sinnum og nú síðast haustið 2014 sem er jafnframt í fyrsta skipti sem dagurinn er haldinn á haustönn. Allir nemendur skólans vinna að verkefninu í nokkrar vikur, fræðast um góðgerðastarf og hjálparstarf ásamt því að skipuleggja góðgerðadaginn. Í tengslum við Gott mál hafa verið haldið góðgerðadansleikir fyrir börn í 6.-7. bekk í nágrannaskólunum þar sem nemendur í Hagaskóla sjá um stemninguna.

Verkefnið Vinátta, virðing og jafnrétti hefur einnig séð um ýmsa fræðslutengda þemadaga á skólaárinu með aðstoð nemendafulltrúa. Þá hafa nemendafulltrúar staðið fyrir ýmsum samstöðudögum eins og t.d. bleikur dagur í október, rauður dagur í desember og náttfatadagur.

Frá árinu 2013 hafa nemendafulltrúarnir séð um að undirbúa og gefa út árbók 10.bekkinga. Skólaárið 2011-2012 sáu nemendafulltrúar um að gefa út árbók 10.bekkinga og stefnt er að því að þeir sjái aftur um þá útgáfu skólaárið 2012-2013.

 

Nánari upplýsingar:

Verkefnateymi 2015-2016