Hagaskóli

Græn skref

Græn skref

Hagaskóli er þátttakandi í verkefninu „Græn skref“ á vegum Reykjavíkurborgar. Tilgangur og markmið verkefnisins er að efla vistvænan rekstur skólans, skapa fordæmi í því að draga úr umhverfisáhrifum Hagaskóla með kerfisbundnum hætti sem leiðir til jákvæðra áhrifa á umhverfið. Umhverfisstjórnunarkerfið byggist á fjölmörgum aðgerðum sem snerta níu þætti sem hafa áhrif á umhverfið og eru innleidd í fjórum skrefum. 

Í skrefi 1 eru verkefni sem ætti að vera auðvelt fyrir vinnustaðinn að leysa og setja í farveg. Áhersla er lögð á að starfsmenn leysi verkefnin í sameiningu og taki eitt skref í einu.

Í skrefi 2 eru verkefnin orðin aðeins þyngri en í skrefi 1. Grænt bókhald kemur til sögunnar í fyrsta skipti, fyrir pappírs-, rafmagns- og heitavatnsnotkun.

Í skrefi 3 er enn bætt við verkefnum. Grænt bókhald fyrir ræstingar, ferðir, úrgang og aðra rekstrarþætti bætist við atriðin úr skrefi 2

Í skrefi 4 er m.a. gert ráð fyrir að græna bókhaldið sé birt reglulega og að vinnustaðurinn hafi skoðað leiðir til að ganga lengra í vistvænni vottun fyrir starfsemina.

Hagaskóli stefnir að því, með samstilltu átaki bæði nemenda og starfsfólks, að fá viðurkenningu fyrir skref eitt vorið 2015. 

 http://graenskref.reykjavik.is/

 

Nánari upplýsingar: