Hagaskóli

Um próf

Hér má finna prófareglur Hagaskóla ásamt því að hér verða birtar próftöflur við lok hvorrar annar.


Prófareglur í Hagaskóla

 1. Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf og hafa meðferðis skriffæri og önnur tilskilin gögn.
 2.  Nemandi sem mætir eftir að lokapróf í grein hefst fær ekki aukinn próftíma.
 3. Nemendur mega ekki skila prófúrlausnum fyrr en helmingur er liðinn af próftíma. Nemendum sem mæta eftir það er ekki heimilt að þreyta prófið.
 4. Nemendur skulu ekki valda truflun á próftíma. Rétta ber upp hönd þurfi nemandi að ná sambandi við kennara.
 5. Verði nemandi uppvís að svindli er nemandinn færður til skólastjóra þar sem hann klárar prófið.
 6. Þegar nemandi hefur lokið lokaprófi í grein skal hann yfirgefa prófstofu. Í áfangaprófum skal nemandi hinsvegar sitja áfram í prófstofu og vinna að öðrum verkefnum þar til prófi lýkur.
 7. Nemanda er óheimilt að vera með hljómtæki eða farsíma í prófum.
 8. Vilji nemandi gera athugasemd við próf eða framkvæmd þess, skal hann koma athugasemdum sínum á framfæri við aðstoðarskólastjóra, strax að loknu prófi.
 9. Reglur þessar gilda í öllum prófum í Hagaskóla.
 • Brot á prófreglum geta varðað brottrekstri úr prófi.
 • Komi til brottvísunar úr prófi fær sá nemandi einkunnina 1 í prófinu. Umsjónarkennari skal tilkynna forráðamanni komi til brottvísunar nemanda úr prófi.
 • Mæti nemandi ekki til prófs, án löglegra forfalla, fær hann einkunnina 1 fyrir prófið.
 • Ef boðið er upp á sjúkrapróf eru þau aðeins ætluð þeim nemendum sem eru annaðhvort skráð veik eða með leyfi þann dag sem prófið fer fram.