Hagaskóli

Námsmat

Í Hagaskóla er leitast við að hafa námsmat þannig að það sé leiðbeinandi fyrir nemandann og að hann sjái á hverjum tíma hvar hann stendur í námi. Um leið er lögð áhersla á það að nemendur geti sýnt hæfni sína með fjölbreyttum hætti og að sá vitnisburður sem nemandinn fær endurspegli ekki eingöngu útkomu á lokaprófum heldur frekar þá vinnu sem nemandinn innir af hendi jafnt og þétt yfir skólaárið. Einnig er leitast við að hafa námsmatið sýnilegt nemendum og foreldrum í Mentor. Nemendur og kennarar vinna frammistöðumat fyrir foreldraviðtöl í október en fram að því eru verkefnabækur nemenda í Mentor ekki opnar.


Námsmat

Allir nemendur fá skólaeinkunnir í bókstöfum við lok skólaárs. Yfir skólaárið fá nemendur jafnframt einkunnirnar A, B+, B, C+, C, D.  

Hér munum við fljótlega setja inn nánari útskýringu á námsmatinu sem unnið er samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að matið sé leiðsegjandi og tengt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár.

Þangað til þá vísum við á upplýsingar á vef Menntamálastofnunar, https://mms.is/