Náms - og starfsráðgjöf

Námsráðgjöf

Í Hagaskóla er starfandi námsráðgjafi sem nemendur geta leitað til með öll þau málefni sem liggja þeim á hjarta. Námsráðgjöfin er þjónusta fyrir nemendur skólans og fer fram í trúnaði.

Þú getur leitað til námsráðgjafans með málefni sem tengjast:

  • náms- og   starfsvali
  • námstækni, vinnubrögðum, skipulagningu
  • einbeitingu og námserfiðleikum
  • prófkvíða  og öðrum kvíða eða depurð
  •  þér líður illa í skólanum eða heima
  • þú verður fyrir einelti eða ert einmana
  •  þú átt í erfiðleikum með samskipti við fjölskylduna, kennarana eða bekkjarfélagana

 Nánari upplýsingar:

 

Iðjuþjálfi

Hlutverk iðjuþjálfa er að sinna fjölbreyttri þjónustu við nemendur bæði í einstaklingsmeðferð og hópastarfi. Iðjuþjálfi vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum sem stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk

 Nánari upplýsingar:

 

Fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur

Í Hagaskóla er starfandi fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur sem býður upp á meðferðarvinnu með nemendum sem eiga við tilfinningalega og/eða félagslega erfiðleika að stríða. Boðið hefur verið upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 6-10 manna hópa sem hittist einu sinni í viku, 10 vikur í senn. Sigríður Birna fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur hefur einnig unnið með foreldrum og nemendum við að bæta samskipti sín á milli.

Í leiklistarmeðferð er tekist á við hugsanir og tilfinningar á annan hátt en í hefðbundinni viðtalsmeðferð en lögð er áhersla á að skapa gott traust við nemendur og auka vellíðan þeirra í skólanum og í félagahópnum.

Nemendur skólans og foreldrar þeirra geta óskað eftir viðtali hjá Sigríði Birnu sem fer fram í fullum trúnaði.

Nánari upplýsingar: