Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Laugardaginn, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu, var Aleksandar Kirilov Stamenkov í 10. SMV veitt verðlaun við hátíðlega athöfn í Hörpu. Aleksandar hefur náð frábærum tökum á íslensku, bæði rit- og talmáli á undraverðum tíma því hann flutti til landsins frá Búlgaríu síðla árs 2017. Skólinn óskar Aleksandar innilega til hamingju með íslenskuverðlaunin.