Skip to content

Hagaskóli lendir í 3. sæti á Skrekk

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita.
Undanúrslit fóru fram í Borgarleikhúsinu  4., 5. og 6. nóvember, en úrslitakvöldið var þann 11. nóvember.

Hagaskóli sendi frábært dans – og söngatriði í Skrekk sem kallast 13.000 mistök og lenti atriðið í þriðja sæti á úrslitakvöldinu.

Skólinn óskar þátttakendum innilega til hamingju með frábæran árangur.