Skip to content

Grunnskólamót í knattspyrnu 2019

Þann 26. september síðastliðinn  fór fram knattspyrnumót 10. bekkja  í Reykjavík.  Mótið var haldið í Egilshöll og var leikið í 7 manna liðum á hálfum velli.

Drengirnir voru  í riðli með  Háaleitisskóla, Háteigsskóla og Rimaskóla

Fyrst var leikið gegn Háaleitisskóla  og vannst sá leikur örugglega 3-1. Næst var leikið gegn Háteigsskóla og endaði sá leikur 0-0. Þriðji  leikurinn var gegn Rimaskóla og endaði sá leikur 3-0 fyrir okkur. Þetta þýddi að við vorum komnir í úrslitakeppnina.

Úrslitakeppnin fór fram 28. september og vorum við í riðli með Ölduselsskóla og Fellaskóla. Við unnum Ölduselsskóla 2-1, Fellaskóla 4-0 og vorum þar með komnir í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn var gegn Réttarholtsskóla. Var þetta mikill baráttuleikur en því miður náðu þeir að skora eina mark leiksins og urðum við að sætta okkur við 2. sætið.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu drengjaliðið:  Bjarki, Ólafur Jökull, Freyr, Styrmir, Birgir, Marinó, Sólvin, Jökull, Bjartur og Pétur. Þjálfarar og liðstjórar voru Ari Björn og Hrafnkell Goði. Nuddari Ari Ben.

Stúlkurnar voru í riðli með Vogaskóla og Háteigsskóla

Fyrst var leikið gegn Vogaskóla og endaði sá leikur 0-0. Seinni leikurinn í riðlinum var gegn Háteigsskóla  og vannst þar öruggur sigur 3-0, sem kom okkur í undanúrslit.

Í undanúrslitum mættum við Árbæjarskóla. Leikurinn var jafn allan tímann og endaði 0-0. Þá var farið í vítakeppni og þar vann Árbæjarskóli.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu stúlknaliðið:  Ingibjörg Fía, Kristrún, Ólöf, Elsa, Hanna, Tinna, Auður Ísold, Guðlaug, Lára, Þórdís, Margrét, Auður Sigurþórs, Ísabella, Emilía. Þjálfarar og liðstjórar voru Júlía og Kristín.

Allir krakkarnir stóðu sig vel, innan vallar sem utan, og voru skólanum til sóma.