Gott mál og 60 ára afmæli

Í dag fagnar Hagaskóli 60 ára afmæli og  okkar árlega góðgerðardegi;  Gott mál – unglingar fyrir unglinga.

Opið hús verður í skólanum frá 16:00 – 19:00. Opna húsið hefst með stuttu ávarpi skólastjóra á sal skólans og eftir það verður boðið upp á afmælisköku og tónlistaratriði nemenda.

Vegna 60 ára afmælis hafa nemendur undirbúið fjölbreytt verkefni tengd ákveðnum tímabilum í sögu skólans. Ýmsu eru gerð skil, sögulegum atburðum, fatatísku, tónlistarstefnum og þekktum nemendum skólans svo eitthvað sé nefnt. Gamlar myndir úr skólalífinu verða til sýnis sem og gamlir munir úr kjallarageymslum.

Vegna góðgerðardagsins hafa nemendur undirbúið fjölmarga viðburði í þeim tilgangi að safna fé til styrktar þeim málefnum sem þeir völdu. Í ár ákváðu nemendur að styrkja Minningarsjóð Einars Darra, #egabaraeittlíf og styrktarfélagið Björt sýn sem eru samtök sem styrkja heimili fyrir munaðarlaus börn í Oyugis, Kenía.

Dagskrá á sal hefst kl. 16.00

 • S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri, flytur stutt afmælisávarp.
 • Sara Isabel Gunnlaugsdóttir syngur
 • Erla Hlín Guðmundsdóttir leikur á píanó og syngur
 • Hera Sif Kristinsdóttir, Úlfhildur Valgeirsdóttir og Katla Steinþórsdóttir spila og syngja
 • Guðmundur Berg Markússon leikur á píanó
 • Hljómsveit skipuð drengjum úr 8. bekk spilar

Önnur atriði og fjáraflanir

 • Tónleikar í stofu 147: Megas kl. 17, GDRN og Birnir kl. 18
 • Sigga Kling í stofu 110 kl. 16.00-17.30
 • Alls kyns happadrætti og lukkuhjól
 • Andlistmálning listasmiðja
 • Minigolf, íþróttaþrautir og körfubolti
 • Draugahús í kjallaranum
 • Alls kyns veitingar: pizzur, bollakökur, popp, candyfloss, kaffihús og kökur

Hagnýtar upplýsingar

 • Posar eru staðsettir í aðalanddyri skólans.
 • Það flýtir fyrir að koma með reiðufé.
 • Það getur verið erfitt að finna bílastæði á svona degi og við mælum með því að fólk gangi eða hjóli til okkar.
 • Strætóleiðir 11 og 13 stoppa líka í nágrenni við skólann.

Við í Hagaskóla hlökkum til að hitta ykkur öll í dag milli 16 og 19. Endilega bjóðið ættingjum og vinum með til að taka þátt í gleðinni með okkur.