Skip to content
27 feb'20

Hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara

Elías Mikael Steinarsson hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara (FEKÍ) fyrir sögu sína Only Joy. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 25. febrúar síðastliðinn. Sagan hlaut verðlaun í flokki 8.-10. bekkjar, en í sögunni má finna kraftmikið myndmál, næma frásagnarhæfni og afar frumleg efnistök. Í Hagaskóla er lögð…

Nánar
25 feb'20

Öskudagurinn

Öskudagur er skertur skóladagur og óhefðbundinn og nemendur því aðeins til hádegis í skólanum. Kennarar sækja Öskudagsráðstefnuna í Hörpu sem í ár ber heitið „Hvað getum við gert?“ eftir hádegi. Nemendur mæta í fyrstu stund kl. 08:30-09:30. Að henni lokinni ganga allir saman út í íþróttahús Valhúsaskóla og Hagó-Való dagurinn verður haldinn hátíðlegur til u.þ.b…

Nánar
17 feb'20

Framhaldsskólakynning

Hér eru nokkrar myndir frá vel sóttri framhaldsskólakynningu sl. fimmtudag sem haldin var fyrir nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra.

Nánar
05 feb'20

Hjálmar Kr. Aðalsteinsson látinn

Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar síðastliðinn. Hann hóf störf við Hagaskóla fyrir rúmlega 30 árum og átti hér farsælan starfsferil. Hann var mikill íþróttamaður og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hjálmar var hvers…

Nánar
19 des'19

Jólaleg jólaskemmtun nemenda

Jólaskemmtun var haldin í dag 19. desember á sal. Hver snillingurinn á fætur öðrum steig á svið og lék listir sínar. Eftirtaldir nemendur komu fram: Spunahópurinn Kók og kavíar (Daði 8. KS og Jökull 8. EE) Sunna 9. LÓM og Dýrleif 9. VGS- söngur og píanó Úlfhildur 8. DH-söngur David 8. KS-píanóleikur Freyja 10. SMV-gítarleikur…

Nánar
21 nóv'19

Hagaskóli lendir í 3. sæti á Skrekk

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Undanúrslit fóru fram í Borgarleikhúsinu  4., 5. og 6. nóvember, en úrslitakvöldið var þann…

Nánar
21 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Laugardaginn, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu, var Aleksandar Kirilov Stamenkov í 10. SMV veitt verðlaun við hátíðlega athöfn í Hörpu. Aleksandar hefur náð frábærum tökum á íslensku, bæði rit- og talmáli á undraverðum tíma því hann flutti til landsins frá Búlgaríu síðla árs 2017. Skólinn óskar Aleksandar innilega til hamingju með íslenskuverðlaunin.

Nánar
21 nóv'19

Réttindaráð hlaut viðurkenningu Barnaheilla 2019

Réttindaráð Hagaskóla/Frosta hlaut viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2019 fyrir ötullega baráttu fyrir réttindum skólasystur sinnar Zainab Safari. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthól á degi barnaréttinda, 20. nóvember. Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnt hver hlyti viðurkenninguna sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti. Í…

Nánar