Skip to content
18 mar'20

Ný frétt

Nemandur í 10. bekk voru sendir heim í morgun vegna mögulegs smits Covid 19 veirunnar. Verið er að vinna að næstu skrefum og munu upplýsingar birtast um leið og þær liggja fyrir. Kennsla í 8. og 9. bekk helst óbreytt í dag.

Nánar
16 mar'20

Upplýsingar til foreldra / Information for parents -English below

Skólastarf Hagaskóla breytist töluvert fram að páskum vegna samkomubanns. Hverjum bekk hefur verið skipt í tvennt og mæta nemendur annan hvern dag í skólann, a.m.k. í þessari viku. Skólinn hefst á ólíkum tímum á morgnana eða frá 8:30 – 9:05 og lýkur kennslu fyrir hádegi. Hver bekkur verður eingöngu í sinni heimastofu og verður lokað…

Nánar
16 mar'20

Starfsdagur á mánudag

Mánudaginn 16. mars er starfsdagur í skólanum. Nánari upplýsingar um skólahald berast síðar í dag.

Nánar
09 mar'20

Embætti landlæknis skilgreindi í dag ný hættusvæði

Sú skilgreining er afturvirk og gildir frá 29. febrúar s.l. Nokkrir nemendur Hagaskóla fóru í sóttkví í dag eftir að hafa verið einn til þrjá daga í skólanum. Þessir nemendur eru allir einkennalausir svo og aðrir úr fjölskyldunum.  Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með á heimasíðu landlæknis https://www.landlaeknir.is/ og fara eftir þeim leiðbeiningum sem…

Nánar
09 mar'20

Breytingar á opnum húsum framhaldsskólanna

Framhaldsskólar hafa verið að fresta opnum húsum vegna hættustigs sem almannavarnir hafa lýst yfir vegna COVID-19. Biðjum við því foreldra og nemendur að fylgjast með á heimasíðum viðkomandi framhaldsskóla þegar nýjar dagsetningar verða auglýstar.   Þau opnu hús sem við vitum til að hafa verið frestað á þessum tímapunkti eru: Fjölbrautarskólinn við Ármúla Fjölbrautaskólinn í…

Nánar
27 feb'20

Hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara

Elías Mikael Steinarsson hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara (FEKÍ) fyrir sögu sína Only Joy. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 25. febrúar síðastliðinn. Sagan hlaut verðlaun í flokki 8.-10. bekkjar, en í sögunni má finna kraftmikið myndmál, næma frásagnarhæfni og afar frumleg efnistök. Í Hagaskóla er lögð…

Nánar
25 feb'20

Öskudagurinn

Öskudagur er skertur skóladagur og óhefðbundinn og nemendur því aðeins til hádegis í skólanum. Kennarar sækja Öskudagsráðstefnuna í Hörpu sem í ár ber heitið „Hvað getum við gert?“ eftir hádegi. Nemendur mæta í fyrstu stund kl. 08:30-09:30. Að henni lokinni ganga allir saman út í íþróttahús Valhúsaskóla og Hagó-Való dagurinn verður haldinn hátíðlegur til u.þ.b…

Nánar
17 feb'20

Framhaldsskólakynning

Hér eru nokkrar myndir frá vel sóttri framhaldsskólakynningu sl. fimmtudag sem haldin var fyrir nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra.

Nánar