Skip to content
10 sep'19
Lógó Réttindaskóla Unicef

Óskað eftir fulltrúum 8. bekkinga í Réttindaráð

Annað starfsár Réttindaráðs er að hefjast. Óskað er eftir fulltrúum nemenda í 8. bekk í Réttindaráð. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar ú hverjum árgangi, þrír fulltrúar úr nemendaráði, tveir kennarar, einn stjórnandi og eitt foreldri. Réttindaráð hefur með höndum innleiðingu verkefnisins Réttindaskóli/Réttindafrístund UNICEF en Hagaskóli og Frosti eru þátttakendur í verkefninu. Um er að ræða…

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning 2019

Skólasetning 22. ágúst 2019 Nemendur mæta á sal skólans og eru foreldrar hjartanlega velkomnir. Í kjölfar skólasetningar fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og eru í skólanum til kl. 13:00. Þau börn sem eru skráð í mataráskrift fá hádegisverð. Nemendur mæta sem hér segir: Kl. 8:30          8. bekkur Kl. 9:00          9. bekkur Kl. 9:30          10.…

Nánar
02 júl'19
Zainab, Haniye og Mobareka vinna að verkefni tengt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á þemadögum vorið 2019.

Opin áskorun frá Réttindaráði Hagaskóla

Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér áskorun þar sem skorað er á hagsmunasamtök, stofnanir, ráðamenn og almenning að taka afstöðu og mótmæla brottflutningi barna á flótta til Grikklands. Jafnframt er bent á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri stjórnvöldum að taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi. Fram kemur…

Nánar
11 jún'19

Gleðilegt sumar

Hagaskóla var slitið síðastliðinn föstudag. Margir starfsmenn eru erlendis í námsferð og þjónusta í lágmarki út þessa viku. Ef þið eigið brýnt erindi þriðjudag og miðvikudag er hægt að senda póst á netfangið tryggvi.mar.gunnarsson@rvkskolar.is eða koma við og banka á kennarastofunni. Allir starfsmenn verða á skyndihjálparnámskeiði fyrir hádegi á miðvikudag og skólinn lokaður á meðan.…

Nánar
05 jún'19

Skólalok 2019

Þá er skólaárinu um það bil að ljúka, það er ýmislegt um að vera hjá nemendum þessa dagana. Listadagar standa nú sem hæst og á skólaslitum nemenda stendur foreldrum til boða að koma og skoða verk nemenda sem verða til sýnis á göngum skólans. Lokaball er í kvöld kl. 19.30-22.00 og kostar 500 krónur inn.…

Nánar
17 maí'19

Skipulag próf- og vordaga

Framundan eru námsmatsdagar 22.-29. maí þar sem próf eru haldin samkvæmt áður auglýstri próftöflu: Námsmatsdagar 22. maí er óhefðbundin dagskrá hjá 9. bekk. Stúlkur mæta kl. 9.00 og fara í rútu á viðburðinn Stúlkur og tækni í Háskólanum í Reykjavík. Áætluð heimkoma þaðan er milli kl. 14 og 15. Drengir mæta kl. 8.30 og eru í skipulagðri fræðslu- og…

Nánar
17 maí'19
Verðlaunahafar og veitendur verðlauna.

Réttindaráð hlýtur hvatningarverðlaun

Fimmtudaginn 16. mars fór fram athöfn í Höfða þar sem Réttindaráð Hagaskóla og Frosta fékk hvatningarverðlaun mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Við sömu athöfn hlaut Móðurmál – samtök um tvítyngi mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Fram kom að réttindaráð Hagaskóla og Frosta hefði fengið margar tilnefningar en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Réttindaráð Hagaskóla og aðrir nemendur sýndu eftirtektarvert fordæmi…

Nánar
07 maí'19

Styrktarball 8. maí

Miðvikudagskvöldið 8. maí verður haldið styrktarball fyrir Zainab Safari og fjölskyldu hennar í Hagaskóla. Um er að ræða Hagó-Való viðburð sem þýðir að nemendur Valhúsaskóla eru velkomnir á ballið líka. Fram koma Egill-Spegill, Logi Pedro og Huginn, ásamt leynigesti. Allir listamennirnir gefa vinnu sína. Ballið hefst kl. 19.30 og stendur til kl. 22.00. Miðaverð er…

Nánar
26 apr'19

Valgreinar næsta vetur

Þá er komið að því að nemendur velji sér valfög fyrir næsta vetur. Framboð valgreina er nú aðgengilegt í valbæklingi sem er hér á PDF formi. Þegar nemendur hafa kynnt sér úrval valgreina þarf að fylla út rafrænt valblað sem þið nálgist með því að smella á tenglana hér fyrir neðan: Valblað fyrir 8. bekk…

Nánar