Krufning í Hagaskóla
Í síðustu viku fengu nemendur að kryfja innyfli svína. Þarna fengu krakkarnir að sjá hvernig þessi líffæri líta út raunverulega en ekki bara á mynd. Viðbrögðin voru mjög góð þótt sumum þætti þetta erfitt, þá sérstaklega að blása lofti í lungun,
NánarGleðilegt ár
Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs árs. Fyrsti kennsludagur á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar. Þann dag mæta allir nemendur kl. 08.30 og verða í skólanum fram að hádegi þ.e. til 11:40. Þeir fylgja stundatöflunni sem farið var eftir í desember og mun hún verða sett undir liðnum heimavinna í Mentor.…
NánarJólakveðja frá Hagaskóla
Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Skólaárið hefur verið sérstakt eins og vorönn síðasta skólaárs. Núverandi reglugerð um sóttvarnir sem snýr að skólastarfi rennur út 31. desember. Mánudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar í pósti til ykkar varðandi skipulag skólastarfsins í…
NánarSkipulagsdagur án nemenda mánudaginn 2. nóvember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður í Hagaskóla til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Nemendur eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…
NánarMinnisvarði um Hjálmar Aðalsteinsson afhjúpaður
Þann 4. september síðastliðinn var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar. Hjálmar hefði orðið 66 ára þann 4. september, en…
NánarSkólasetning mánudaginn 24. ágúst 2020
Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta á sal sem hér segir: 8:30 – 8. bekkur, morgunhlé 9:50-10:10, hádegishlé 11:20-11:50. Eftir hádegishlé fara nemendur í 8. bekk aftur til umsjónarkennara og verða þar til kl. 12:30. 9:00 – 9. bekkur, morgunhlé 10:10-10:30, hádegishlé 11:50-12:20. 9:30 – 10. bekkur, morgunhlé 10:30-10:50, hádegishlé 12:20-12:50. Eftir skólasetninguna fara…
NánarSkólaslit
Þann 4. júní síðastliðinn útskrifuðust 193 nemendur úr 10. bekk. Athöfnin fór fram á sal Hagaskóla og var streymt til að aðstandendur gætu fylgst með. Hér má sjá mynd af Unu Traustadóttur og Rasmus umsjónarkennara en auk hennar fengu Benedikt Vilji Magnússon og Tinna Kjartansdóttir viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Útskriftarnemum er óskað innilega til hamingju…
NánarVordagar-Skólaslit
Skipulag vordaga og tímasetningu skólaslita má finna á pdf skjali hér: Vordagar-Skólaslit júní 2020
NánarVal fyrir 9. bekk skólaárið 2020-2021
Opnað verður fyrir val verðandi 9. bekkinga laugardaginn 16. maí kl. 09:00. Hægt verður að sækja síðuna þar sem valið fer fram hér: valgreinar.is/hagaskoli/val Slóðin á valbæklinginn er hér: Valbæklingur 9. bekkur 2020 Hér er slóðin á samþykki foreldra fyrir metnu vali: Samþykki foreldra-metið val 9.b.
Nánar