Skip to content
19 des'19

Jólaleg jólaskemmtun nemenda

Jólaskemmtun var haldin í dag 19. desember á sal. Hver snillingurinn á fætur öðrum steig á svið og lék listir sínar. Eftirtaldir nemendur komu fram: Spunahópurinn Kók og kavíar (Daði 8. KS og Jökull 8. EE) Sunna 9. LÓM og Dýrleif 9. VGS- söngur og píanó Úlfhildur 8. DH-söngur David 8. KS-píanóleikur Freyja 10. SMV-gítarleikur…

Nánar
21 nóv'19

Hagaskóli lendir í 3. sæti á Skrekk

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Undanúrslit fóru fram í Borgarleikhúsinu  4., 5. og 6. nóvember, en úrslitakvöldið var þann…

Nánar
21 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Laugardaginn, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu, var Aleksandar Kirilov Stamenkov í 10. SMV veitt verðlaun við hátíðlega athöfn í Hörpu. Aleksandar hefur náð frábærum tökum á íslensku, bæði rit- og talmáli á undraverðum tíma því hann flutti til landsins frá Búlgaríu síðla árs 2017. Skólinn óskar Aleksandar innilega til hamingju með íslenskuverðlaunin.

Nánar
21 nóv'19

Réttindaráð hlaut viðurkenningu Barnaheilla 2019

Réttindaráð Hagaskóla/Frosta hlaut viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2019 fyrir ötullega baráttu fyrir réttindum skólasystur sinnar Zainab Safari. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthól á degi barnaréttinda, 20. nóvember. Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnt hver hlyti viðurkenninguna sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti. Í…

Nánar
20 nóv'19
Frá afhendingunni í dag. Mynd UNICEF/Steindór

Hagaskóli er Réttindaskóli UNICEF

Hagaskóli varð í dag Réttindaskóli UNICEF ásamt öðrum grunnskólum og frístundastarfi í Vesturbænum. Athöfn fór fram á sal nú í dag á alþjóðlegum degi réttinda barna. Nemendur sáu um athöfnina sem saman stóð af tónlistarflutningi, afhendingu söfnunarfjárins eftir Gott mál og svo viðurkenningu til Hagaskóla og Frosta sem Réttindaskóli- og Réttindafrístund UNICEF. Meðal þeirra sem…

Nánar
20 nóv'19

Nemendur söfnuðu rúmum tveimur milljónum fyrir Bjarta sýn og Landvernd

Í dag fór fram athöfn á sal þar sem nemendur afhentu Bjartri sýn og Landvernd afrakstur góðgerðadagsins Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 7. nóvember. Samtals söfnuðust 2.310.000 kr. þannig að hvort félag fyrir sig fékk 1.155.000 kr. Það voru þau Mohammed Faisal fyrir hönd Bjartrar sýnar og Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar sem…

Nánar
20 nóv'19

Hagaskóli verður Réttindaskóli UNICEF og afhendir söfnunarféð eftir Gott mál á degi Barnasáttmálns

Athöfn verður á sal kl. 11.20 þar sem söfnunarféð eftir Gott mál verður afhent og fulltrúar UNICEF veita Hagaskóla viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Dagur Barnasáttmála Sameinnuðu þjóðanna er í dag, 20. nóvember. Í dag er sáttmálinn 30 ára. Í Hagaskóla verður haldið upp á daginn með því að afhenda Bjartri sýn og Landvernd söfnunarféð eftir…

Nánar
08 nóv'19

Aðgerðaáætlun Réttindaráðs

Hagaskóli og félagsmiðstöðin Frosti hafa í eitt ár unnið að því að verða réttindaskóli og réttindafrístund UNICEF. Ýmislegt felst í því en m.a. eru gerðar kannanir meðal nemenda og starfsmanna og skipað Réttindaráð. Í því sitja nemendur, starfsmenn og foreldri. Réttindaráð Hagaskóla og Frosta hefur haft í mörgu að snúast það ár sem það hefur…

Nánar
06 nóv'19

Gott mál í Hagaskóla

Góðgerðardagurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember kl 16:00 til 19:00. Gott mál er góðgerðaviðburður sem haldinn er árlega af nemendum Hagaskóla. Nemendur og starfsfólk skólans eru nú að halda daginn í ellefta skiptið. Mikið verður um að vera á góðgerðadeginum en þá opna nemendur stofur sínar fyrir gestum og gangandi. Boðið er upp á ýmiss…

Nánar