Skip to content

Aðgerðaáætlun Réttindaráðs

Hagaskóli og félagsmiðstöðin Frosti hafa í eitt ár unnið að því að verða réttindaskóli og réttindafrístund UNICEF. Ýmislegt felst í því en m.a. eru gerðar kannanir meðal nemenda og starfsmanna og skipað Réttindaráð. Í því sitja nemendur, starfsmenn og foreldri. Réttindaráð Hagaskóla og Frosta hefur haft í mörgu að snúast það ár sem það hefur starfað. Aðgerðir Réttindaráðs hafa reglulega ratað í fjölmiðla en aðgerðaáætlun Réttindaráðs er nú tilbúin. Hún tekur til þess árs sem liðið er og næsta árs og verður því endurskoðuð fyrir nóvember 2020. Áætlunin inniheldur tólf tölusett markmið. Hér að neðan er tengill sem vísar í áætlunina þar sem hvert markmið er tengt grein í Barnasáttmálanum, aðgerðum til umbóta, viðmiðum um árangur og ábyrgðaraðila. Markmiðin sem sett eru fram í áætluninni eru:

 • Að barnasáttmálinn sé sýnilegur í Hagaskóla og Frosta.
 • Að nemendur þekki Barnasáttmálann.
 • Að starfsmenn þekki Barnasáttmálann.
 • Að nemendur fái að segja skoðun sína á námi og kennslu.
 • Að nemendur hafi aðkomu að matseðli mötuneytis. 
 • Leita eftir skoðunum nemenda um aðbúnað og aðstöðu í skólanum.
 • Að nemendur fái að hafa skoðun á félagssmiðstöðvarstarfinu þ.á.m dagsskrágerð.
 • Að allir bekkir setji sér bekkjareglur og að í þeim sé tillit tekið til Barnasáttmálans.
 • Að nemendur sé virkir í móttöku nemenda sem hafa íslensku ekki sem móðurmál.
 • Að nemendur séu virkari þátttakendur í skólastarfi Hagaskóla og frístundastarfi Frosta.
 • Túrvörur skulu vera aðgengilegar á salernum skólans/félagsmiðstöðvarinnar.
 • Að jafnréttisáætlun Hagaskóla/Frosta sé endurskoðuð, birt og kynnt fyrir öllum í skólasamfélaginu.

Aðgerðaáætlun – Hagaskóli_Frosti